Fréttir

Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals 2017

Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals verður haldinn þriðjudaginn 20. júní 2017 kl.20:00 í fundarsal Café Meskí, Fákafeni 9, Reykjavík.

Dagskrá fundar:

Venjuleg aðalfundarstörf.

Óskað er eftir tilnefningum í stjórn í síðasta lagi sólarhring fyrir aðalfundinn á netfangið ibuarlaugardals@gmail.com. Allir áhugasamir íbúar eru hvattir til að mæta !

Stjórn Íbúasamtaka Laugardals.Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals 2016

posted May 6, 2016, 10:33 AM by Eyrun Bjork Johannsdottir

Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals fyrir starfsár 2015 verður haldinn þriðjudaginn 10. maí 2016 kl.19:30.
Staðsetning: Félagsheimili Knattspyrnufélagsins Þróttar, Engjavegi 7. 

Dagskrá fundarins: 
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarkosning
- Kosning skoðunarmanna
- Önnur mál

Óskað er eftir tilnefningum í stjórn í síðasta lagi sólarhring fyrir aðalfundinn. 
Að loknum aðalfundi verður fyrirlestur um vorið í Laugardal í tengslum við nýstofnaðan starfshóp um ræktun í hverfinu. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta! 
Stjórnin. 

 

Facebook íbúasamtakanna

posted Nov 11, 2015, 9:30 AM by Eyrun Bjork Johannsdottir   [ updated Nov 11, 2015, 9:31 AM ]

Þrátt fyrir litla hreyfingu er þessi síða samtakanna enn virk, en við viljum minna á að við erum einnig með facebook síðu sem við notum til áhugaverðra viðburðar- og fundarboða o.fl. Hana má finna hér:  https://www.facebook.com/laugardalur. Endilega fylgist með okkur þar. 

Tilkynning um lagabreytingu

posted May 19, 2015, 12:27 PM by Tryggvi Hjörvar   [ updated May 19, 2015, 12:28 PM ]

Á aðalfundi íbúasamtaka Laugardals fyrir árið 2010-201, haldinn 16.2.2012, var samþykkt breyting á 5.gr. laganna um tímasetningu aðalfundar.

5.grein breytt hljóðar svo:  Aðalfund skal halda á tímabilinu janúar-maí ár hvert.  Skal hann boðaður með a.m.k. viku fyrirvara í einu blaði sem borið er í öll hús á svæðinu, ásamt því að vera auglýstur á heimasíðu samtakanna og telst fundarboðunin þá lögleg.

f.h. stjórnar
Sigurður Þórðarson

Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals 2014

posted May 5, 2015, 11:33 AM by Tryggvi Hjörvar   [ updated May 5, 2015, 11:35 AM ]

Aðalfundur Íbúasamtaka Laugardals fyrir starfsár 2014 verður haldinn miðvikudaginn 20 maí 2015 kl. 17:15 
Staðsetning:   Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða, Síðumúla 39 (gengið inn að neðanverðu).

Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar.
Reikningar lagðir fram til samþykktar.
Lagabreytingar 
Stjórnarkosning.
Kosning skoðunarmanna.
Önnur mál.

Óskað er eftir tilnefningum í stjórn í síðasta lagi sólarhring fyrir aðalfundinn. 

Hvatt er til að áhugasamir sjái sér fært að mæta.

Stjórnin


Uppfærð síða

posted Apr 19, 2015, 9:09 PM by Sigurður Þórðarson

Síðan uppfærð.
Bestu þakkir fyrir hjálpina Tryggvi Hjörvar.  

1-5 of 5